Steingrímur J. Sigfússon, formaður VG, krefst þess að launakjör æðstu manna innan Glitnis verði endurskoðuð í ljósi þess hvernig fór fyrir bankanum, að því er segir í frétt á Rúv.

Aðgerðir stjórnvalda séu eflaust illskásti kosturinn en engu að síður sé þetta skipbrot fyrir einkavæðingar- og nýfrjálshyggjustefnu, segir Steingrímur í fréttinni.

Í morgun var tilkynnt um að íslensk stjórnvöld hyggist eignast 75% hlut í Glitni fyrir um 600 milljónir evra.