Sá hópur fólks sem tók verðtryggð fasteignalán, hefur farið í gegnum 110%-leiðina og fengið aðra hjálp við skuldaaðlögun þarf á frekari stuðningi að halda, að sögn Steingríms J. Sigfússonar, efnahags- og viðskiptaráðherra. Hann fór á Alþingi í dag yfir niðurstöður skýrslu Hagfræðistofnunar Háskólans um afföll íbúðarlána og kostnað við niðurfærslu lána.

„Vandinn er ekki að baki. Öllum er ljóst að kom þarf þeim til hjálpar vegna þess að greiðslubyrði þeirra er enn of þung,“ sagður Steingrímur og lagði ríka áherslu á að svigrúm bankanna til frekari niðurfærslu á íbúðalánum hafi verið nýtt.

Hann benti á menn verði að stíga varlega til jarðar þegar þeir gefi út stórfelldar yfirlýsingar í aðstoð við skuldug heimili landsins.

Steingrímur sagðist jafnframt fullviss um að staðan muni batna. Það gerist þegar laun hækki umfram verðlag og fasteignaverð hækka en þá taki eign að myndast á nýjan leik.