Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans, hafði 1,5 milljónir króna í laun á mánuði á síðasta ári á meðan sjö framkvæmdastjórar bankans fengu að meðaltali 2,3 milljónir hver. DV greinir frá þessu.

Samkvæmt þessu voru undirmennirnir með 9,6 milljónum meira í árslaun en Steinþór á siðasta ári. Hann hefur áður haldið því fram að laun hans séu ekki samkeppnishæf, en lög um kjararáð, sem sett voru eftir bankahrunið 2008, kveða á um að laun hans megi ekki vera hærri en laun forsætisráðherra.

Til samanburðar var Höskuldur Ólafsson, bankastjóri Arion banka, með 4,3 milljónir króna í mánaðarlaun á síðasta ári. Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, hafði rúmar 3 milljónir króna í mánaðarlaun.