Nýlega greindi Sotheby’s frá hálfs árs uppgjöri sínu en þar kemur fram að sala uppboðshússins jókst um 24% frá því á sama tíma í fyrra en það er sala upp á um 2,7 milljarða Bandaríkjadollara.

Helsti keppinautur uppboðshússins, Christie’s, tilkynnti samskonar uppgjör fyrir tæpum mánuði síðan sem var einnig sterkt. Sala þess jókst um 12% í um 4,5 milljarða Bandaríkjadollara auk þess sem uppboðshúsið átti verðmætasta listmunauppboð sögunnar í maí, en þá seldu þau nútímalist í New York fyrir um 745 milljónir Bandaríkjadollara.