Þórarinn Arnar Sævarsson, stjórnarmaður Skeljungs, hefur keypt 10 milljón hluti í félaginu. Verð á hlut nam 8,3 krónum og heildarviðskipti nema því 83 milljónum króna. Frá þessu er greint í flöggun til Kauphallar.

Þórarinn keypti bréfin í gegnum félagið RPF ehf. en á síðasta ári gerði hann framvirka samninga, meðal annars í gegnum félagið RPF, um kaup á hlutabréfum Skeljungs. Þórarinn er einnig stjórnarformaður Kaldalóns.

Sjá einnig: Óbreytt stjórn Kaldalóns

Fjöldi hluta fjárhagslega tengdra aðila eftir viðskiptin nemur 193 milljónum hluta, sem er 9,7% af hlutafé Skeljungs. Miðað við fyrrnefnt kaupgengi er það andvirði 1,6 milljarða króna.