Farsímarisinn Samsung Electronics spáir 8,3 milljarða bandaríkjadala hagnaði frá rekstri á síðasta ársfjórðungi 2012. Fari svo verður það 90 aukning frá sama tímabili á fyrra ári og verður það fimmti ársfjórðungurinn í röð sem Samsung slær eigið hagnaðarmet. Þetta segir á fréttavef BBC í dag.

Galaxy snjallsímarnir eru sagðir eiga stóran þátt í velgengninni enda hefur Samsung með sölu þeirra náð yfirhöndinni í keppni við marga aðra farsímaframleiðendur af svipaðri stærð, svo sem Nokia.