Reykjanesbær varð til árið 1994 með sameiningu Keflavíkurkaupstaðar, Njarðvíkurkaupstaðar og Hafnahrepps. Árið 2002 námu skuldir A- og B-hluta sveitarfélagsins 8,4 milljörðum króna, fóru hæst í 43,4 milljarða árið 2010 og stóðu í árslok 2014 í 40,8 milljörðum. Skuldirnar hækkuðu um 158% á árunum 2002-2014 á föstu verðlagi. Á sama tíma fjölgaði íbúum um 37%.

Á sama tíma og Reykjanesbær hlóð á sig skuldum seldi það hlutbréfaeign í HS orku, sem áður hét Hitaveita Suðunesja. Heildarsöluverðið nam 26,6 milljörðum króna á verðlagi í árslok 2014.

Þar af nam tekjufærður söluhagnaður 15 milljörðum króna. Þessi gríðarlega eignasala var ekki notuð til að lækka skuldir. Þau ár sem hlutabréfin voru seld hækkuðu skuldir milli ára. Að auki hefur sveitarfélagið selt hluti í HS veitum, en söluhagnaður af þeim viðskiptum hefur numið tæpum 800 milljónum króna.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér .