Þrátt fyrir að stýrivextir á Íslandi hafi lækkað um 9 prósentustig á einu ári eru þeir enn afar háir í alþjóðlegum samanburði. Í samantekt Greiningar Íslandsbanka kemur fram að í raun sé að finna aðeins eitt annað ríki með þróaðan fjármálamarkað sem er með hærri stýrivexti en Ísland og það er Úkraína.

Í Úkraínu eru vextir 10,25% en á Íslandi eru stýrivextir 9% (sjá mynd). Þriðju hæstu vextir í heiminum eru í Brasilíu þar sem vextir eru 8,75% en fast á hæla Brasilíu fylgir Rússland með vexti upp á 8,25%. Til samanburðar við þessa háu vexti má nefna að stýrivextir á Evrusvæðinu eru nú 1%, 0,5% í Bretlandi, 0,25% í Bandaríkjunum, Sviss og Svíþjóð og 0,1% í Japan.