Stjórn Seðlabanka Evrópu hækkaði stýrivexti bankans um 25 punkta í 2,5%. Er þetta í annað skipti á þremur mánuðum sem vextirnir hækka en almennt var búist við þessari ákvörðun bankastjórnarinnar í dag þar sem vísbendingar hafa verið uppi um að verðbólga sé á uppleið á evrusvæðinu.

Seðlabanki Danmerkur hefur í dag einnig ákveðið að hækka stýrivexti sína um 25 punkta og eru þeir nú líkt og vextir Seðlabankans 2,75%.