Seðlabankinn tilkynnti nú í morgun að stýrivextir bankans hækki um 25 punkta og tekur hækkunin gildi þann 31. janúar. Vextir verða þá 10,75%. Aðrir vextir bankans munu einnig hækka um 25 punkta frá og með 1.febrúar. Búist hafði verið um hækkun á bilinu 25 til 50 punktar. Næsta ákvörðun verður tekin þann 30.mars.