Í gær hækkuðu hlutabréf í Bandaríkjunum í verði við opnun markaða í gær en hækkanirnar gengu til baka innan dags og lokuðu markaðir nokkuð flatir, að sögn greiningardeildar Glitnis.

Ennfremur lækkuðu flestir asískir hlutabréfamarkaðir í gær. Hlutabréfamarkaðir í Asíu opnuðu sterkir í morgun en sú hækkun hefur að miklu leyti gengið til baka og asískir gjaldmiðlar einnig lækkað í verði, að sögn greiningardeildar Glitnis.

?Hlutabréfamarkaðir í Evrópu hafa einnig sveiflast lítillega í morgun sitt en opnun Bandaríkjamarkaðar kl. 13:30 í dag að íslenskum tíma mun væntanlega gefa stefnuna. Þá bíða fjárfestar einnig eftir birtingu talna um sölu á nýju húsnæði í Bandaríkjunum í júlí sem gefa vísbendingu um stöðu húsnæðismarkaðarins þar í landi,? segir greiningardeildin.

Samkvæmt könnun Reuters meðal greiningaraðila er búist við lítilsháttar samdrætti í sölu á nýju húsnæði frá fyrri mánuði, þriðja mánuðinn í röð, vegna erfiðara aðgengis að lánsfé

?Miklar sveiflur hafa verið á alþjóðlegum hlutabréfamörkuðum að undanförnu. Orsakast það af áhyggjum fjárfesta af annars flokks húsnæðislánum í Bandaríkjunum og skorti á lausafé í kjölfar aukinnar áhættufælni,? segir greiningardeildin,