Sveinn Þórarinsson hefur verið ráðinn til starfa á Hagfræðideild Landsbankans. Þar mun hann byggja upp greiningu á hlutabréfum en fram til þessa hefur deildin einkum annast almenna þjóðhagsgreiningu.

Sveinn er viðskiptafræðingur með áherslu á fjármálafræði og hefur rúmlega 10 ára reynslu af störfum á fjármálamarkaði. Hann vann 5 ár við ráðgjöf í eignaleigu fyrir fyrirtæki, bæði hjá Lýsingu og Glitni og síðan 5 ár í hlutabréfagreiningum og fyrirtækjaráðgjöf, lengst af í greiningu á fjármálamörkum og bankastarfsemi. Sveinn hefur lokið BS frá í fjármálum frá Háskóla Íslands en undanfarin 2 ár hefur hann stundað mastersnám í nýsköpun- og frumkvöðlafræðum í Svíþjóð, þar sem hann lauk prófi í vor.

Hagfræðideild Landsbankans er sjálfstæð deild sem heyrir undir bankastjóra. Henni er ætlað að veita faglegt mat á straumum og stefnum í íslenska hagkerfinu auk þess að annast útgáfu á sínu sérsviði.