Í dag var tilkynnt um breytingu á hlutafahópi Atorku. Félög tengd þeim Þorsteini Vilhelmssyni og Magnúsi Jónssyni keyptu 9,9% í félaginu og jókst eignarhlutur þeirra þar með í 35,33%. Auk þess keypti Atorka um 6,4% af eigin bréfum. Seljendur voru Landsbankinn í Lúxemborg, Styrmir Þór Bragason og félög tengd Aðalsteini Karlssyni og Lárusi Blöndal. Samhliða þessum eignabreytingum var tilkynnt að Styrmir hefði látið af störfum hjá félaginu.

Einnig var greint frá því að Lárus og Aðalsteinn hefðu sagt sig úr stjórn þess.
Í framhaldi af þessu var í dag tilkynnt að kaup Promens, dótturfélags Atorku á Bonar Plastics hefðu verið samþykkt á hluthafafundi Low and Bonar í gær.

Byggt á Hálffimm fréttum KB banka