Eins og flestir vita verður menningarnótt í Reykjavík formlega sett nú innan skamms og er Reykjavíkurmaraþoninu nú í fullum gangi.

Að vanda hefur hlaupaæði gripið fjölda Íslendinga og hefur þátttaka í hlaupinu aldrei verið eins góð. Yfir 13.200 manns hlupu nú í morgun en samkvæmt heimasíðu hlaupsins hefur nú safnast tæplega 41 milljón króna. Árið 2011 var slegið met í áheitasöfnun þegar söfnuðust 43.654.858 kr.

Samkvæmt heimasíðu hlaupsins er um 5-10% af söfnuðu fé varið í kostnað við rekstur vefsins hlaupastyrkur.is, greiðslu færslugjalda o.fl. Þar er þó tekið fram að bæði korta- og símfyrirtæki slái verulega af sínum gjöldum til að sem mest af söfnuðu fé renni beint til góðgerðarmála.

Nú klukkan 12:30 mun Jón Gnarr borgarstjóri setja Menningarnótt á útisviðinu í Hljómskálagarði. Í kjölfarið hefjast ýmsir viðburðir um allan bæ og er hægt að skoða dagskránna á heimasíðu menningarnætur