Kröfur í þrotabú tannlæknastofunnar Nordic Smile nema 128 milljónum króna. Helstu kröfuhafar eru Höfðatorg og Eykt en samtals hljóða kröfur þeirra upp á um 40 milljónir króna sem til eru komnar vegna leiguskulda í Höfðatorgi. Landsbankinn er þriðji kröfuhafi tannlæknastofunnar.

Nordic Smile hóf starfsemi í byrjun síðasta árs og stefnt á að hefja rekstur í mars. Fyrirtækið byggðist á sænskri hugmynd um tannígræðslur og talsvert ódýrari en í öðrum löndum. Fyrirtækið var sett á laggirnar árið 2010. Stefnan var á að laða að erlenda ferðamenn til landsins í tannígræðslur. Fjármögnun frá Bretlandi skilaði sér hins vegar ekki eins og áætlað var og stofunni lokað í júlí sama ár. Morgunblaðið greindi frá því að á þeim tíma hefðu tvö hundruð viðskiptavinir leitað til Nordic Smile, jafnt Íslendingar sem erlendir viðskiptavinir.

Nordic Smile var úrskurðar gjaldþrota um miðjan maí á þessu ári og hefur skiptastjóri boðað til skiptafundar 2. október næstkomandi.

Uppgjör Nordic Smile fyrir síðasta ár liggur ekki fyrir. Samkvæmt ársreikningi fyrirtækisins árið 2010 tapaði fyrirtækið tæpum 8,4 milljónum króna. Eignir námu 6,3 milljónum króna. Bókfært eigið fé Nordic Smile í lok árs 2010 var neikvætt um tæpar 7,9 milljónir króna.