Stofnað hefur verið félagið Tannlæknavaktin ehf., sem eins og nafnið gefur til kynna mun reka samnefnda tannlæknaþjónustu. Stefán Hallur Jónsson er stofnandi fyrirtækisins ásamt þeim Kjartani Erni Þorgeirssyni og Theódóri Friðjónssyni, en þeir eru allir tannlæknar frá Tannlæknadeild HÍ. Tannlæknavaktin mun opna 4. janúar næstkomandi.

„Tilurð stofnunar Tannlæknavaktarinnar er áhugi okkar á að bæta þjónustu við alla sem þurfa á tannlæknaþjónustu að halda, hvort sem um slys eða annað er að ræða utan venjulegs opnunartíma á tannlæknastofum. Neyðarþjónustu tannlækna hefur undanfarin mörg ár verið þannig háttað að nánast útilokað hefur verið að ná í tannlækni á kvöldin og um helgar hefur einungis verið opið milli kl. 11 og 13.“

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum Tölublöð hér að ofan.