Tap varð á rekstri Keiluhallarinnar á síðasta ári að fjárhæð 77 milljónir króna, en félagið rekur Keiluhöllina í Öskjuhlíð. Er það um tvöfalt meira tap en varð á rekstri fyrirtækisins á síðasta ári, þegar það tapaði 34,7 milljónum króna.

Eignir Keiluhallarinnar í árslok námu 739,8 milljónum króna, en skuldir voru 651,9 milljónir króna samkvæmt efnahagsreikningi. Eigið fé félagsins nam því í árslok 88 milljónum króna. Enginn arður var greiddur til hluthafa á árinu 2014.

Eigendur Keiluhallarinnar eru Björk Sigurðardóttir, sem á 83,1%, og Rökkvi verktakar ehf., sem á 16,9% hlut.