Tekjur sveitarfélaga sem hlutfall af vergri landsframleiðslu hafa aukist um 67% frá árinu 1990 og nema tekjurnar nú um 14% af landsframleiðslu og 29% af tekjum hins opinbera. Árið 1990 námu tekjur sveitarfélaga 8% af landsframleiðslu og 21% af tekjum hins opinbera.

Langstærsti hluti tekna sveitarfélaganna í fyrra kom í gegnum útsvarið, eða 61%, fasteignaskattar voru 13% af tekjum sveitarfélaga og 11% komu í gegnum Jöfnunarsjóð sveitarfélaga.

Þessir þrír liðir hafa allir hækkað verulega að raunvirði á þessum tíma. Þannig hefur meðalútsvarsprósenta ríflega tvöfaldast undanfarna tvo áratugi, fasteignaskattar hafa hækkað um 74% að raungildi síðustu fimmtán ár og framlög til Jöfnunarsjóðsins hafa ríflega tvöfaldast á sama tíma. Frá árinu 2008 hefur meðalskattprósenta fasteignaskatts á íbúðarhúsnæði hækkað um 10%. Kom þetta fram í erindi Frosta Ólafssonar, framkvæmdastjóra Viðskiptaráðs, á skattadegi Deloitte á dögunum.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér .