Erlend tryggingafélög sem tryggðu lánardrottna gamla Landsbankans telja sig ekki þurfa að greiða stjórnendatryggingu þar sem bankinn stóð verr í lok árs 2007 en ársreikningur gefur til kynna. Það er slitastjórn Landsbankans sem stefndi tryggingafélögunum fyrir dóm ásamt þeim Halldóri J. Kristjánssyni og Sigurjón Þ. Árnasyni, fyrrverandi bankastjórum gamla Landsbankans. Elínu Sigfúsdóttur, fyrrverandi forstöðumanni fyrirtækjasviðs bankans, var sömuleiðis stefnt. Slitastjórnin vill meira en 20 milljónir króna í skaðabætur vegna hátternis æðstu stjórnenda bankans í aðdraganda hrunsins.

Tryggingafélögin eru 24 og tryggðu þau bankann fyrir mistökum stjórnenda. Fram kom í kvöldfréttum Stöðvar 2, að tryggingafélögin telji sig ekki þurfa að greiða neitt þar sem staða bankans var verri í lok árs 2007 en staða bankans gaf til kynna.