Grikkir þurfa enn meiri fjárhagsaðstoð, segir Wolfgang Schaeuble, fjármálaráðherra Þýskalands. Hann segir fjárlagagat gríska ríkissjóðsins einfaldlega of mikið.

Breska ríkisútvarpið segir að Schaeuble láti þessi orð falla á viðkvæmum tíma enda séu kosningar í Þýskalandi eftir fimm vikur. Skiptar skoðanir hafa verið á meðal almennings um þá fjárhagsaðstoð sem veitt hefur verið illa stöddum ríkjum í Evrópu, enda borga þýskir skattgreiðendur brúsann.

BBC segir að ef Grikkir fái fjárhagsaðstoð að nýju verði hún þó mun minni en sú aðstoð sem þegar hefur verið veitt af hálfu Alþjóðagjaldeyrissjóðnum , evrópska seðlabankans og Evrópusambandsins.