Jón Von Tetzchner, fjárfestir og stofnandi norska hugbúnaðarfyrirtækisins Opera Software, kom með 725 milljónir króna til Íslands í gegnum fjárfestingarleiðina nú í maí. Áður hefur hann komið um tvo milljarða króna til landsins. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag.

Þar er haft eftir Tetzchner að hann hafi fjárfest um 85% fjárhæðarinnar í fasteignum og 15% í minni fyrirtækjum. „Ég hef fjárfest mest í atvinnufasteignum,“ segir Jón. Hann á þó enn eftir að ráðstafa um þriðjungi fjárhæðarinnar.