Seðlabankinn situr á stóru eignasafni sem heyra undir Eignasafn Seðlabankans. Hann hefur að markmiðið að selja þær á þeim hraða sem tryggir að bankinn fái sem best verð fyrir eignirnar. Már Guðmundsson seðlabankastjóri og Arnór Sighvatsson aðstoðarseðlabankastjóri voru spurðir að því á vaxtaákvörðunarfundi í bankanum í dag hvort og hvenær bankinn stefni á að selja eignirnar, það geti skapað betra framboð og eftispurn á markaði.

Már sagði að þótt tími hafi gefist til að undirbúa sölu eigna þá verði það ekki gert neinni brunaútsölu. Á sama tíma verði ekki greint frá því á vaxtaákvörðunarfundinum hvort og hvenær þær verði seldar. Boðað verði til annars fundar þar sem sú ákvörðun verði kynnt.

Hann sagði:

„Það kemur í ljós þegar það kemur í ljós og það kemur ekki í ljós fyrr en það kemur í ljós.“