Kosning til stjórnar VR hefur staðið yfir frá því á fimmtudag í síðustu viku. Á hádegi í dag var kosningaþátttakan einungis 4%. Þá höfðu 1.180 manns greitt atkvæði en á kjörskrá eru 29.465.

Þessi litla þátttaka er einnig umhugsunarverð í ljósi þess að um rafræna atkvæðagreiðslu er að ræða og geta félagsmenn greitt atkvæði í eigin tölvum.

Kosið er um 7 stjórnarsæti af fjórtán, en kosið verður um hin fjórtán sætin að ári liðnu. Þá verður einnig kosið um formann að ári liðnu.