Fjöldi þinglýstra kaupsamninga á höfuðborgarsvæðinu á tímabilinu 10. til 16. júlí var 352 sem er tvisvar til þrisvar sinnum meira en í venjulegri viku hjá sýslumannsembættinu í Reykjavík.

Ástæðan er að starfsmenn embættisins sneru nýlega aftur til starfa eftir verkfall sem stóð í fleiri vikur, en á meðan söfnuðust upp skjöl til þinglýsingar hjá embættinu.

Heildarveltan á höfuðborgarsvæðinu nam 13.042 milljónum króna á tímabilinu, samkvæmt markaðsfréttum Þjóðskrár Íslands . Meðalupphæð á samning nam 37,1 milljón króna.