Ríkisskattstjóri hefur ákveðið að flytja þjónustuver sem rekið hefur verið í Reykjavík til Akureyrar og Siglufjarðar, og fjölga þar með störfum á Norðurlandi. Þetta kemur fram á vefsíðu ríkisskattstjóra (RSK).

Fimm til sex störf eru því laus til umsóknar, þar af er eitt tímabundið. Alls starfa í dag 23 á starfsstöðvum RSK á Akureyri og Siglufirði. Þeir vinna fyrst og fremst við álagningu einstaklinga, símaþjónustu auk nærþjónustu. Á heimasíðu RSK eru störfin auglýst laus til umsóknar. Minnt er á gildi stofnunarinnar, „fagmennska – jákvæðni – samvinna“. Skúli Eggert Þórðarson er ríkissaksóknari.