*

miðvikudagur, 17. júlí 2019
Innlent 9. október 2017 17:17

Þorgerður vill einkarekinn leikvang

Landbúnaðar- og Sjávarútvegsráðherra er hundfúl að hafa ekki tekist að tryggja sér miða á leikinn í kvöld.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra og þingmaður Viðreisnar segir nýjan einkarekinn fjölnota þjóðarleikvang í Laugardal geta verið vel til fallin og ætti að njóta stuðnings ríkis og borgar.

„Laugardalsvöllurinn er barns síns tíma og það er kominn tími á uppbyggingu í Laugardalnum,“ segir Þorgerður á facebook síðu sinni og segist hundfúl eins og þúsundir annarra íslendinga að hafa ekki náð að tryggja sér miða á landsleik Íslands og Kosovo sem verður á vellinum í kvöld.

„Nú er lag að byggja nýjan völl fyrir íþróttafólkið okkar, þjóðina og aðra sem sækja höfuðborgina okkar heim. Verum óhrædd við að leyfa einkaframtakinu að njóta sín í verkefni sem þessu.“

Uppbygging annarra innviða útiloki ekki betri völl

Þorgerður segir að hún geri sér grein fyrir því að með því að opna á þessa umræðu kunni það að hafa í för með sér samanburð við önnur mikilvæg innviðaverkefni. „[E]n eitt útilokar ekki annað,“ segir Þorgerður sem hefur trú á því að tónleikahald og aðrir viðburðir geti styrkt rekstrargrundvöll nýs einkarekins þjóðarleikvangs.

„Eitt lykilatriði í þessum efnum sem vert er að hafa í huga er að rekstur vallarins í dag er óásættanlegur, sama hvernig á það er litið. Hann stendur ekki undir sér fjárhagslega, leikmenn og áhorfendur eru óánægðir og aðstaða fyrir fjölmiðla og aðra hlutaðeigandi er slök ef frá er talið skrifstofuhúsnæði KSÍ. Það er því klárt mál að eitthvað verður að gera.“

25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is