Þorskstofninn hefur ekki verið stærri frá árinu 1996, samkvæmt stofnmælingu sem fram fór í 17. sinn dagana 1. október – 4. nóvember síðastliðna. Þorskstofninn hefur farið vaxandi síðastliðin sex ár.

„Vísitala ársgamals þorsks, þ.e. árgangsins frá 2012 er yfir langtímameðaltali haustrallsins. Vísitölur tveggja, fjögurra og fimm ára þorsks, árganganganna frá 2008, 2009 og 20111, mældust einnig háar, en vísitala þriggja ára fisks, þ.e. árgangsins frá 2010, er rétt undir meðallagi,“ segir í tilkynningu frá Hafrannsóknarstofnun sem Fiskifréttir vísa til.

Hafrannsóknarstofnun segir að fyrstu vísbendingar um 2013 árganginn gefi til kynna að hann sé lítill en meira sé yfirleitt ekki hægt að segja út frá vísitölu yngsta árgangs í stofnmælingu að hausti.