Í þeim löndun sem samkomubann og skólalokun er í gildi, hefur þörf fyrir stafrænar lausnir aukist til muna. Á sama tíma og efnahagslegur samdráttur ríkir í þjóðfélaginu, gengur fyrirtækjum sem sérhæfa sig í stafrænum lausnum jafnvel enn betur en áður.

Sú er sannarlega raunin hjá íslenska nýsköpunarfyrirtækinu Mussila ehf. Vinsældir forritsins hafa aukist til muna á undanförnum vikum. Frá 1.mars hefur áskriftarfjöldi kennsluforritsins Mussila meira en þrefaldast. Gífurleg aukning hefur verið í notkun smáforritsins í þeim löndum sem skólar eru lokaðir. Þetta er meðal þess sem kemur fram í fréttatilkynningu frá Mussila, og segir þar að á þessum tímum kristallist mikilvægi menntunar og stafrænnar kennslu.

„Mussila hefur hlotið mikla athygli á undanförnum vikum. Smáforritið var valið „App dagsins" í Bretlandi og Írlandi 21-23.mars á App Store. Educational App Store , setti þá Mussila efst á lista yfir tónlistarkennslu smáforrit fyrir börn. Vefmiðillinn Smart Local frá Singapore gefur Mussila frábær meðmæli og tilgreinir í því samhengi sértaklega fallega myndvinnslu. Hún ýti undir tónlistaráhuga barna og veiti innblástur. Menntamálastofnun Finnlands mælir með Mussila og segir það hágæða smáforrit fyrir heimakennslu. Rithöfundirinn Lucy Gill birti nýlega grein á Linkdln App Suggestions for Preschoolers in Lockdown , þar sem hún mældi sérstaklega með áskriftarleið Mussila fyrir foreldra ungra barna. LittleGuide Detroit fjallaði þá um Mussila og sagði forritið vera góða leið til að kenna börnum tónlist. Að lokum segir á slóvakísku vefsíðunni Satb.sk að Mussila sé besta tónlistarkennsluforritið fyrir börn,“ segir jafnframt í tilkynningunni.