Katrín Ólafsdóttir hagfræðingur sagði í sex fréttum Útvarpsins að kaupmáttur launþega myndu aukast um 1-2% gangi kjarasamningar eftir eins og fjallað hefur verið um í fjölmiðlum. Kaupmáttaraukning hins almenna launamanns væri á bilinu 2-3%. Hins vegar mætti gera ráð fyrir að verðbólga ykist eitthvað. Raunveruleg kaupmáttaraukning yrði því á bilinu 1-2%.

Hins vegar bætti Katrín við að kaupmáttur þeirra sem lægstu launin hafa ykist meira eða allt að 13%.

Katrín sagði ekki sjálfgefið að launahækkunin færi beint út í verðlagið. Það færi eftir aðstæðum hjá hverju og einu fyrirtæki. Viðbúið væri að atvinnurekendur þyrftu að einhverju leyti hleypa þessum kostnaði út í verðlag en á móti kæmi að í sumum tilvikum væri hægt að hagræða frekar til að ná kostnaðinu til baka.