Tilboð í byggingu nýs fangelsis á Hólmsheiði verða opnuð hjá Ríkiskaupum klukkan ellefu á fimmtudaginn. Útboð húseignarinnar og frágangs lóðarinnar var auglýst 17. ágúst en verkinu á að vera lokið þann 1. desember 2015.

Örn Baldursson, verkefnisstjóri hjá Framkvæmdasýslu ríkisins, segir við Morgunblaðið að eftir að verktakinn hefur skilað húsinu af sér fari fram virkni- og viðtökuprófanir þar sem ýmis kerfi nýja fangelsisins eru prófuð. Verkkaupi, það er innanríkisráðuneytið, fær svo húsið afhent 1. mars 2016.

Í húsinu verður rými fyrir 56 fanga.