Giles Keating stýrir teymi yfirmanna allra greiningardeilda innan Credit Suisse sem gefur út samhæfða skoðun bankans á þróun markaða og fjárfestingastefnu.

Keating segir að á árunum 2002 og þangað til í fyrra hafi menn verið orðnir vanir mörkuðum þar sem gengi hlutabréfa hækkaði stöðugt og án mikilla sveiflna auk þess sem fjármagn hafi verið mjög ódýrt.

„Ég geri ekki ráð fyrir að við munum snúa aftur til þess veruleika. Ég geri mér vonir um sveiflurnar muni að vísu minnka dálítið frá því sem verið hefur að undanförnu en ég held að við munum ekki sjá jafnlitlar sveiflur og voru áður. Ef við köllum ástandið á þessu tímabili, þ.e. 2002-2006, eðlilegt ástand, þá tel ég ekki að markaðir verður aftur eðlilegir. En ég álít aftur á móti að eftir því sem við færumst frá öðrum ársfjórðungi og nær miðju ári muni menn sjá jákvæðari undirliggjandi þróun á hlutabréfamörkuðum. Ég reikna þó jafnframt með að sveiflurnar verði mun meiri en menn áttu að venjast hér áður.“

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu í dag. Áskrifendur geta lesið blaðið á pdf-formi hér á vefnum. Þeir áskrifendur sem ekki hafa sótt um aðgangsorð til að lesa blaðið á vefnum geta gert það hér .