Donald Trump, verðandi forseti Bandaríkjanna, tísti í morgun að kostnaður við kaup Bandaríkjahers á F-35 herþotum væri alltof hár og tók fram að hægt væri að spara milljarða dollara í hernaðarútgjöldum.

Í kjölfarið lækkaði gengi bréfa í Lockheed Martin, sem er með samning við bandarísku ríkisstjórnina um framleiðslu vélanna, um 2 prósent. Við lækkunina þurrkuðust út 2 milljarðir dollara af virði fyrirtækisins eða því sem nemur 224,1 milljörðum íslenskra króna.

Viku fyrir kjör Trumps handsalaði bandaríska varnamálaráðuneytið samning við Lockheed Martin um níunda samning fyrirtækisins um framleiðslu á þotunum að virði 6,1 milljarða dollara.

Hægt er að lesa grein Independent um málið hér.