Einn ríkustu manna Ástralíu hyggst byggja endurgera skipið fræga Titanic. Þó svo að það hæfi 21. öldinni.

Á fréttavef breska ríkisútvarpsins BBC kemur fram að verkið hefjist í lok næsta árs og sé stefnt á að koma skipinu á sjó á árinu 2016. Auðjöfurinn Clive Palmer hefur ráðið byggingafyrirtæki í eigu kínverska ríkisins til verksins.

Skipið á að líkjast upprundalega Titanic eins mikið og hægt er í útliti, en þó með nútímatækni innanborðs.

Upprunalega Titanic sökk eftir árekstur við ísjaka þann 15. Apríl 1912 og eru nú því liðin 100 ár síðan. Atburðurinn var síðar fyrirmynd að óskarsverðlaunamyndinni Titanic sem nú hefur verið endurútgefin í þrívídd og hefur notið mikilla vinsæla í bíóhúsum vestra.

Ljósvaki
Ljósvaki
© Gunnhildur Lind Photography (Gunnhildur Lind Photography)