*

mánudagur, 17. júní 2019
Innlent 23. febrúar 2018 16:40

TM og N1 lækkuðu mest

Úrvalsvísitalan lækkaði í viðskiptum dagsins en einu félögin sem hækkuðu voru HB Grandi, Icelandair og Síminn.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Úrvalsvísitala kauphallar Nasdaq Iceland lækkaði um 0,72% í 1,8 milljarða viðskiptum dagsins og fór hún niður í 1.770,26 stig. Aðalvísitala Skuldabréfa lækkaði jafnramt, eða um 0,07% í 7,3 milljarða viðskiptum og fór hún niður í 1.618,07 stig. Einu fyrirtækin sem hækkuðu í virði í viðskiptum dagsins voru HB Grandi, Icelandair og Síminn.

Hækkun HB Granda nam 0,45% í 86 milljón króna viðskiptum og fóru bréfin upp í 4,11 krónur. Icelandair hækkaði um 0,31%, fóru bréfin upp í 16,05 krónur en viðskiptin með bréfin námu 350 milljónum. Loks nam hækkun bréfa Símans um 0,24% í 83 milljón króna viðskiptum.

Mest lækkun var á gengi bréfa Eimskipa, eða um 1,62% í 66,5 milljón króna viðskiptum og fóru bréfin niður í 228,25 krónur. Næst mest var lækkun bréfa TM, eða um 1,55% í 70 milljón króna viðskiptum. Gengi bréfanna við lok viðskipta nemur 34,85 krónum.

Langmestu viðskiptin voru svo með bréf N1, eða fyrir 554,5 milljónir, lækkaði gengið niður í 128,00 krónur og nam lækkunin 0,78%.

Stikkorð: kauphöllin Icelandair N1 Síminn TM HB Grandi Nasdaq Iceland
25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is