Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,15% í mars frá mánuðinum á undan og er 410.7 stig. Þetta þýðir að tólf mánaða verðbólga nemur nú 3,9%. Í febrúar hækkaði vísitalan um 1,64% og tólf mánaða verðbólga mældist þá 4,8%. Er því um töluverða lækkkun að ræða milli mánaða. Kemur þetta fram í tölum Hagstofunnar.

Verðbólga minnkaði meira en greiningardeildir bankanna höfðu spáð fyrir um, en Greining Íslandsbanka og IFS Greining höfðu báðar spáð 0,5% hækkun vísitölunnar í mars og 4,3% verðbólgu.