Eins og áður hefur verið minnst á hér njóta stjórnarflokkar ávallt verulegs forskots þegar fjölmiðlaumfjöllun um stjórnmálaflokka er mæld. Það er að segja ef menn gefa sér það að umfjöllunin sé eftirsóknarverð. Það er hún sjálfsagt að öllu jöfnu, en vissulega finnast þeir dimmu dagar sem stjórnmálaflokkar kysu mun minni umfjöllun um sig og sína.

Að ofan má sjá þróunina, viku fyrir viku, aftur til júlí. Þann tíma voru pólitískar fréttir mjög kyntar af störfum Alþingis og þar hafa stjórnarflokkarnir vitaskuld tögl og hagldir.

En það má líka sjá það í lokin hvernig öll framboð fá meiri umfjöllun þegar nær dregur kosningum. Þegar slíkar bárur rísa þá lyftast allir bátar, stórir og smáir.