*

miðvikudagur, 16. júní 2021
Innlent 2. maí 2018 13:06

Tollar á franskar kartöflur og ís lækka

Í gær 1. maí tók gildi niðurfelling tolla á t.d. súkkulaði, kexi, brauði, pitsum, fylltu pasta og bollasúpum og lækkun á aðrar vörur.

Ritstjórn

Tollar á franskar kartöflur lækkuðu í gær 1. maí úr 76% í 46%, og á ís og sorbet úr 30% í 18 þegar tvíhliða tollasamningur Íslands og ESB sem gerður var haustið 2015 tók gildi.

Einnig féllu niður tollar á ýmsar vörur, en þar var oftast um að ræða magntolla, það er fasta krónutölu á hvert kíló, og gat það numið frá 5 upp í 110 krónur á hvert kíló eins og Viðskiptablaðið hefur greint frá.

Vörur sem tollar eru algerlega afnumdir af eru til dæmis:

  • súkkulaðivörur
  • ýmis konar kex
  • brauð
  • pítsur
  • fyllt pasta
  • bollasúpur
Stikkorð: ESB Ísland ís Tollar franskar kartöflur pasta brauð