*

sunnudagur, 28. nóvember 2021
Innlent 23. maí 2017 19:10

Töluvert ódýrara áfengi í Costco

Dæmi um bjórtegundir sem hægt er að kaupa í heildsölu hjá Costco eru Corona Extra, Desperados, Budweiser og Peroni.

Ásdís Auðunsdóttir
Haraldur Guðjónsson

Fjölmargir lögði leið sína í Garðabæinn í gær þegar Costco opnaði loks dyr sínar fyrir almenningi. Meðal þess sem Costco býður upp á er heildverslun með áfengi og þar, líkt og annarstaðar, virðist verslunin koma með harða samkeppni á markaðinn. Áfengi verður ekki selt einstaklingum úr heildsölu Costco heldur aðeins þeim sem eru með fyrirtækjaaðildarkort í versluninni og hafa leyfi til að selja áfengi í smásölu, þar á meðal eru t.d. veitingastaðir eða barir.

Líkt og komið hefur fram í viðtölum við stjórnendur Costco leggur fyrirtækið mikla áherslu á verð en minni áherslu á vöruframboð. Til marks um það býður fyrirtækið uppá tiltölulega fáar tegundir af hverri áfengistegund en verðið virðist þó í nánast öllum tilfellum vera ódýrara en almennt heildsöluverð á Íslandi.

Það ber þó að halda því til haga að veitingahús og barir njóta gjarnan sérstakra kjara hjá birgjum sínum í formi afslátta og því erfitt að segja til um hvert endanlegt kaupverð slíkra fyrirtækja er. 

Costco selur allt í senn bjóra, sterkt áfengi, freyðivín og létt vín. Dæmi um bjórtegundir sem hægt er að kaupa í heildsölu hjá versluninni eru Corona Extra, Desperados, Budweiser og Peroni. Viðskiptablaðið framkvæmdi verðsamanburð á nokkrum vöruregundum og komst að því að kassi af Corona Extra, með 24 bjórum, kostar um 4.998 krónur hjá Costco en 8.371  krónur hjá innlendri heildsölu. Verðmunurinn er því  töluverður eða 67% . Þá kostaði kassi af tequilablandaða bjórnum Desperados 6.993 krónur hjá Costco en 7.811 krónur hjá innlendri heildsölu sem er um 12%  verðmunur.

Nánar má lesa um málið í Viðskiptablaðinu sem kemur út á morgun. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir Tölublöð. Meðal annars efnis í blaðinu er: 

 • Fjallað er um heildsöluverð á áfengi í Costco, sem opnaði með pomp og prakt í dag.
 • Forstjóri Kauphallarinnar segir líklegt að Heimavellir verði skráð á markað á þessu ári auk þess sem að þrjú félög til viðbótar íhugi skráningu.
 • Talsverðar framkvæmdir hafa verið í gangi á Keflavíkurflugvelli til að koma til móts við fjölgun farþega. 
 • Framkvæmdastjóri hjá Nasdaq segir að íslenski hlutabréfamarkaðurinn komi til með að njóta góðs af breyttum Evrópureglum.
 • Stærstu lífeyrissjóðirnir segja að fullt afnám hafta skapi aukinn sveigjanleika þegar kemur að erlendum fjárfestingum.
 • Velt er upp áleitinni spurningu: Hvers konar íhald er Theresa May? 
 • Viðar Þorkelsson, forstjóri Valitor, er í ítarlegu viðtali. 
 • Höfundar bókarinnar Reykjavik With Kids eru teknar tali.
 • Umfjöllun um nýtt félag sem stofnað var utan um hugbúnaðarþróun Rafarnarins. 
 • Nýr forstöðumaður Skuldabréfa hjá Stefni er í viðtali.
 • Huginn og Muninn eru á sínum stað auk Týs, sem fjallar um stöðu fjölmiðla.
 • Óðinn skrifar um endurvinnslu.
Stikkorð: Áfengi Costco verð ódýrara