Toyota Verso
Toyota Verso
© Aðsend mynd (AÐSEND)
Toytoa, stærsti bílaframleiðandi Japans, telur að hagnaður ársins verði 39% hærri en áður var talið, samkvæmt nýrri spá fyrirtækisins. Fyrirtækið telur því að bati í kjölfar jarðskjálftans og flóðbylgju 11. mars síðastliðinn verði skjótari en áður var talið.

Samkvæmt nýrri spá verður hagnaður um 390 milljarðar jena á árinu. Áður var spáð 280 milljarða hagnaði.

Bloomberg fjallar um málið í dag. Bílaframleiðendur í Japan hafa á síðustu dögum hækkað spár sínar, og telur Honda að hagnaðurinn verði 18% meiri en áður var spáð.