Stærsti bílaframleiðandi Japan hefur neyðst til að innkalla um það bil 24.236 bifreiðar í heimalandi sínu vegna galla í fjöðrunarbúnaði, samkvæmt upplýsingum frá opinberum aðilum. Toyota hefur innkallað tvær tegundir bíla, Hiace og Regiusace, sem framleiddir voru milli 30. júlí í fyrra og 10. apríl á þessu ári, samkvæmt yfirlýsingu talsmanns Japansstjórnar. Öll ökutækin sem þurfti að innkalla voru seld í Japan. Ekki hefur verið tilkynnt um nein slys á fólki vegna gallans en meira tilkynnt hefur verið um galla í 61 tilviki frá því í júlí í fyrra. Í 41 tilviki voru bílarnir óökufærir.