Kvikmyndaframleiðslufyrirtækið Truenorth hagnaðist um heilar 75 milljónir á rekstrarárinu 2014. Fyrirtækið sérhæfir sig í veita aðstoð við staðaval við tökur á Íslandi og hefur unnið við stórmyndir á borð við Batman Begins, Prometheus og The Secret Life of Walter Mitty.

EBITDA félagsins var 93,6 milljónir króna, en tekjuskattur, vaxtagjöld og fyrningar námu 18 milljónum króna. Hagnaður nam því 75 milljónum króna. Árið áður var hagnaður 2 milljónir króna. Þetta er því talsverð aukning milli ára.

Viðskiptakröfur fyrirtækisins jukust um 60 milljónir króna meðan skammtímakröfur og handbært fé drógust saman um 39 milljónir. Af þessu leiðir að eignir félagsins jukust um 19 milljónir króna.

Óráðstafað eigið fé Truenorth jókst um 75 milljónir meðan skammtímaskuldir lækkuðu um 58 milljónir króna.

Handbært fé fyrirtækisins var tæpar 60 milljónir í árslok 2014.