Askar Capital hafa haldið áfram að greiða Trygga Þór Herbertssyni, fyrrum forstjóra félagsins, nú þingmanni og prófessor við HR, laun og hlunnindi þótt langt sé síðan hann hætti hjá Askar Capital. Tryggvi Þór hætti sem forstjóri Aska í júlí 2008 en það ár fékk hann greiddar 34,5 milljónir í laun og fríðindi eða nær 2,9 milljónir á mánuði . Í nýbirtum ársreikningi Aska vegna ársins 2009 kemur fram að Tryggvi Þór hélt áfram að fá greiðslur frá félaginu í fyrra eða samtals 5,6 milljónir í laun og hlunnindi þótt hann hafi formlega hætt hjá félaginu sumarið 2008.