Það myndaðist röð fyrir framan Vinnumálastofnun í Stokkhólmi í dag. Ástæðan var sú að þúsundir manna voru boðaðar á sama fundinn. „Þetta er rétt,“ segir Joakim Nordblom, upplýsingafulltrúi hjá Vinnumálastofnun í samtali við Aftonbladet.

Svo mikil hefur örtröðin verið að lögreglan hefur verið með að minnsta kosti átta bíla fyrir utan. Til stóð að Vinnumálastofnun myndi senda út boð til 1000 manns um atvinnuviðtal en boðin voru send út til 61 þúsund manns.

Aftonbladet greindi frá.