Alls verður varið 1.915,8 milljónum króna frá ríkinu til flugvalla á þessu ári en samkvæmt fjárlögum síðasta árs var varið 2.032,3 milljónum króna í sama fjárlagalið. Þetta kemur fram í svari innanríkisráðherra við fyrirspurn Jóhönnu Maríu Sigmundsdóttur um flugvelli og framkvæmdir.

Alls var 1,5 milljörðum króna varið í rekstur flugvalla og 525 milljónum í framkvæmdir. Mest var varið í rekstur Akureyrarflugvallar eða tæplega 420 milljónum en dýrustu framkvæmdirnar voru vegna Gjögurflugvallar en þær námu alls 157,8 milljónum króna.

Lokið var við verkefni að upphæð 97 milljónir króna á árinu 2015. Til viðbótar því var hafin vinna við verkefni en áætlaður heildarkostnaður við þau var 364 milljónir króna.