Úrvalsvísitalan hækkaði um 0,05% í Kauphöllinni í dag og heildarvísitala um 0,09%. OMXI8 vísitalan lækkaði hinsvegar lítillega, um 0,02%.

Mest hækkun varð á bréfum Nýherja, eða um 2,94%. Það gerðist þó einungis í einum viðskiptum sem námu 262.500 krónum. Bréf Marel hækkuðu um 0,85% og var öllu meiri velta með þau bréf, rúmar 268 milljónir króna í 19 viðskiptum. Mest velta var með bréf Marel.

Mest var lækkunin á bréfum Haga, um 0,71%. Veltan nam 60,2 milljónum í fjórum viðskiptum. Bréf VÍS lækkuðu sömuleiðis, um 0,25% í 2 viðskiptum sem námu 499.174 krónum.

Á First North áttu sér stað ein viðskipti, með bréf Hampiðjunnar að andvirði 379.500 krónur.

Um einn milljarður skipti um hendur á skuldabréfamarkaði í 22 viðskiptum.