Alþingismennirnir Illugi Gunnarsson og Ágúst Ólafur Ágústsson verða saman formenn nefndar um þróun Evrópumála. Verkefni nefndarinnar er meðal annars að framkvæma nánari athugun á því hvernig hagsmunum Íslendinga verði best borgið í framtíðinni gagnvart Evrópusambandinu á grunni niðurstaðna Evrópunefndar frá mars 2007.

Kveðið er á um skipun nefndarinnar í stjórnarsáttamála ríkisstjórnarflokkanna.

Aðrir hafa enn ekki verið skipaðir í nefndina en vonast er eftir tilnefningum frá meðal annars öllum þingflokkum á Alþingi.