TVG Zimsen hefur opnað skrifstofu í Rotterdam frá og með 1. febrúar, að því er kemur fram í tilkynningu félagsins. Rotterdamskrifstofan mun gegna lykilhlutverki í útvíkkun á starfsemi TVG Zimsen og fyrirhuguðum vexti fyrirtækisins.

Í tilkynningunni er haft eftir Birni Einarssyni, framkvæmdastjóra TVG-Zimsen, er opnunin í Rotterdam mikilvægur þáttur í því að tryggja hátt þjónustustig fyrirtækisins til íslenskra og erlendra fyrirtækja.

Tengiliður viðskiptavina á skrifstofunni í Rotterdam er Menno De Waard, en hann hefur víðtæka þekkingu í flutningsmiðlun. Netfangið er [email protected]

,,Við erum í mikilli sókn og á döfinni er opnun fleiri skrifstofa á lykilstöðum, t.d. í Bretlandi og Bandaríkjunum," segir Björn Einarsson, framkvæmdastjóri.

TVG Zimsen var stofnað 1894 og býður upp á alhliða flutningsmiðlun í sjófrakt, flugfrakt og skjalagerð. Félagið er dótturfélag Eimskips.