Þær Hanna Magnea Hallgrímsdóttir og Eva Sigurjónsdóttir dúxuðu í Viðskiptafræðideild. Þær fengu báðar 8,75 í meðaleinkunn við brautskráningu úr deildinni. Skipta þær með sér verðlaunafénu sem er 250.000 krónur en verðlaunin veitir Hollvinafélag Viðskiptafræðideildar og Hagfræðideildar.

Hanna Magnea hóf nám árið 2007 og lauk því á þremur árum. Áður hafði hún verið á vinnumarkaði í 20 ár, starfað í banka og við bókhald áður. Í starfsviðtölum í dag segist hún geta hugsað sér að fara í framhaldsnám síðar.

Kolbrún Eva byrjaði einnig árið 2007 í viðskiptafræði. Í sumar starfar hún hjá endurskoðunarskrifstofu og er skráð í meistaranám í stjórnun og stefnumótun í haust. Hún hyggur á frekara nám í Ástralíu árið 2012.