Ístex áætlar að tekjur fyrir árið 2010 verði svipaðar og árið áður eða 560 milljónir króna. Fyrirtækið framleiðir handprjónaband úr íslenskri ull og kaupir ullina beint frá bændum og vindur úr henni band. Gert er ráð fyrir að framleiðslukostnaður  aukist um 55  milljónir vegna hækkunar á ullarverði  og aukins tilkostnaðar  í framleiðslu. Miðað við ofangreint  mun afkoma af reglulegri  starfsemi verða jákvæð um nálægt  30 milljónir króna.

Í lok  ársins voru hluthafar í félaginu  1.842 en voru 1.850 í upphafi  árs. Fimm hluthafar eiga meira  en 10% eða samtals 61,2 % af  hlutafé. Fimm stærstu eigendur  eru: Landssamtök sauðfjárbænda  15,5 %, Guðjón Kristinsson framkvæmdastjóri 11,4%,  Jón Haraldsson verksmiðjustjóri 11,4%, Viktor Guðbjörnsson  tæknimaður 11,4% og Jóhann Sigurðsson, fyrrverandi starfsmaður  11,4%. Fjöldi starfsmanna er 53.