Um 80% landsmanna telja Landsvirkjun skapa mikil verðmæti fyrir íslenskt samfélag samkvæmt könnun sem Capacent vann fyrir Landsvirkjun.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landsvirkjun en þess má geta að haustfundur Landsvirkjunar verður haldinn á morgun.

Spurt var í könnuninni; Hversu mikil eða lítil verðmæti skapar Landsvirkjun að þínu mati fyrir íslenskt samfélag?

Sem fyrr segir telja um 80% aðspurðra að fyrirtækið skapi frekar eða mjög mikil verðmæti fyrir samfélagið. Tæplega 10% svarði hvorki mikil né lítil og tæplega 10% sögðust telja að Landsvirkjun skapaði frekar eða mjög lítil verðmæti fyrir íslenskt samfélag.

Rétt er að geta þess að í tilkynningu Landsvirkjunar kemur ekki fram hvernig svörin dreifast með tilliti til aldurs, tekna,kyns, menntunar eða byggðarþróun.